Gæðastefna

Gæðastefna félagsins

Dögun ehf. stefnir að því að vera leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, í framleiðslu á soðinni, pillaðri og frystri rækju.

Dögun vinnur eftir gæðakerfi HACCP og er gæðakerfi fyrirtækisins ítarlega lýst í gæðahandbók þess, sem tryggir hámarks öryggi og gæði vörunnar.

Með sífelldri endurskoðun skal tryggt að ætíð sé leitast við að gera betur, á öllum sviðum starfseminnar. Með áhættugreiningu, stöðugu eftirliti, virku úrbótakerfi og réttri meðhöndlun kvartana skal séð til þess að framleiðsluhættir og framleiðsluvörur Dögunar standist ávalt ýtrustu kröfur og væntingar viðskiptavina og geri ætíð betur en að uppfylla opinberar kröfur laga og reglugerða.

Starfsfólk skal hljóta viðeigandi fræðslu og þjálfun við ráðningu og markvissa símenntun. Starfsmenn skulu vera virkir og meðvitaðir þátttakendur í að framfylgja gæðastefnu Dögunar á hverjum tíma. Aðbúnaður og aðstaða starfsfólks sé í takt við það sem best gerist á sama sviði, og starfsfólki skal ávalt sýna tilhlýðilega virðingu. Starfsfólk skal á sama hátt sýna starfi sínu virðingu sem og fyrirtækinu, eigum þess og framleiðsluvörum.

Allur búnaður, fasteignir, vélar og tæki skal á hverjum tíma standast skoðun og kröfur eftirlitsaðila og viðhald og útlit vera til fyrirmyndar. Einungis séu notuð tæki, efni og búnaður sem ætluð eru til matvælavinnslu og hafa viðeigandi vottun.

Gæðastefna Dögunar nær einnig til umhverfisins, og skal markvisst stefnt að því að bæta umgengni og útlit nánasta umhverfis fyrirtækisins. Jafnframt verði sífellt leitast við að endurskoða og bæta framleiðsluhætti með tilliti til áhrifa á umhverfi og náttúru.

Gæðastjórnun

Gæðastjórnun er fólgin í því að sífellt er fylgst með gæðum framleiðslunnar til þess að tryggja að gæðastefnu fyrirtækisins sé framfylgt að öll leyti. Fyrirtækið vinnur samkvæmt HACCP ­gæðakerfi, sem lýst er í gæðahandbók fyrirtækisins. Kerfið byggir annars vegar á greiningu áhættuþátta og staðsetningu mikilvægra eftirlitsstaða og hins vegar á stöðugu eftirliti með aðstöðu, hreinlæti og hollustuháttum.

Áhættuþáttum er haldið undir stjórn með stöðugu eftirliti og sívirku úrbótakerfi. Til þess að gæðaeftirlitskerfið virki sem skyldi er nauðsynlegt að stjórnendur fyrirtækisins sjái til þess að allir starfsmenn fyrirtækisins hljóti fullnægjandi fræðslu og þjálfun um það.aeftirlit

Umhverfið & Sjálfbærni

Yfirlýst markmið laga um stjórn fiskveiða er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Stjórnvöld, í samráði við hagsmunaaðila, vinna ötullega að því að tryggja sjálfbæra nýtingu á auðlindinni. Ákvarðanir eru ávallt teknar á vísindalegum forsendum og er þar byggt á starfi Hafrannsóknastofnunar.

Sjálfbærni á Íslandsmiðum er byggð á þremur grundvallaraðferðum:

  • Aflareglu sem er þróuð fyrir hvern nytjastofn. Í því felst að ákvarðað er hversu stórt hlutfall er veitt af veiðistofni ár hvert.
  • Reglum varðandi útbúnað veiðarfæra. Áhersla er lögð á hæfni veiðarfæra sem þýðir að reynt er að veiða einungis þær tegundir og þá stærð af fiski sem leitað er eftir.
  • Með verndun og lokun ákveðinna svæða. Í þessu felst að ákveðin veiðarfæri eru bönnuð á tilteknum svæðum eða þá að svæði eru algjörlega lokuð fyrir veiðum. Þetta er gert til að vernda t.d. hrygningarfisk og ungvið. Það er markmið félags

Það er stefna Dögunar að allir þættir í starfsemi félagsins séu í sátt við umhverfi sitt. Félagið umgengst umhverfið og auðlindir af virðingu og samkvæmt þeim lögum og reglum sem í gildi eru. Við fullnýtum hráefni, aðföng og orkugjafa til fullnustu eins og kostur er hverju sinni.

Stór hluti af okkar hráefni kemur af veiðisvæðum sem eru MSC vottuð. Þegar fiskur er MSC vottaður er staðfest að hann kemur frá veiðisvæðum sem eru sjálfbær. MSC staðlarnir eru þróaðir í samstarfið við rannsóknarstofnanir, hagsmunaðila í veiðum, vinnslu og verndarsamtök m.a. Frekari upplýsingar um sjálfbærni og vottaðar veiðar: MSC

Nýjust rannsóknir og upplýsingar yfir helstu rækjumið á norðurslóðum má finna á eftirfarandi heimasíðum:

Fisheries and Oceans Canada

NAFO

Greenland Institude of Natural Resourches

Iceland Marine Research Institude

Institude of Marine Research Bergen Norway

North East Atlantic Fisheries Commission