Umfangsmiklar breytingar í rækjuverksmiðju Dögunar

Umfangsmiklar breytingar í rækjuverksmiðju Dögunar

Á árinu 2013 var farið í nokkuð umfangsmiklar breytingar í rækjuverksmiðju Dögunar. Nýr miðlægur sjóðari frá Laitram Machinery´s var settur upp og er sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Sjóðarinn kemur í stað 5 minni sjóðara sem áfastir voru pillunarvélunum. Nú er allt hráefni soðið við kjöraðstæður í miðlægum tölvustýrðum sjóðara sem tryggir jafna suðu og meira öryggi í framleiðsluferlinu. Umtalsverður orkusparnaður fylgir þessari framkvæmd og er áætlað að orkukostnaður við suðu lækki um allt að 50%. Eftir suðu er rækjan kæld og fer síðan inná pillunarvélar með nýju innmötunarkerfi sem sett var upp samhliða þessum breytingum. Á sama tíma var byggt við húsnæði félagsins til austurs, aðstaða til móttöku hráefnis þ.m. bætt til muna.